Uppskrift
Øllum þeim mönnum, sem þetta bréf sjá eður heyra, kunngjörist hér með, að þessi eru
landamerki jarðarinnar Dranga í Dýrafirði í Meðaldalsþinghá:
Að framanverðu milli Botns og Dranga ræður áin fram á fjall, eins og hún hefir fallið, og allt
til sjávar, en að utanverðu milli Dranga og Kjaransstaða eru merkin í Hellunestána og þaðan
sjónhending upp í innri gjána í Kjaransstaðahorninu. Þessi merki hafa verið átölulaus frá
ómunatíð og enginn ágreiningur milli nefndra jarða, svo neinn viti til.
Mýrum í Dýrafirði, þann 25. Marzmán. 1886.
Guðný Guðmundsdóttir.
Við sem eigendur að Botni og Kjaransstöðum höfum ekkert útá þessa merkjaskrá að telja.
Ég sem meðeigandi Botns játa þetta rétt að vera. Jens Guðmundsson.
Guðrún Jónsdóttir Þórður Kristjánsson.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 22/6 1887 Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.