Kjaransstaðir í Dýrafirði í Meðaldalsþinghá

Nr. 64,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Øllum þeim mönnum, sem þetta bréf sjá eða heyra, kunngjörist hérmeð, að þessi eru 
landamerki jarðarinnar Kjaransstaða í Meðaldalsþinghá í Dýrafirði: Að innanverðu milli 
Dranga og Kjaransstaða eru merkin í Hellunestána, og þaðan sjónhending í innri gjána í 
Kjaransstaðahorninu. Að utanverðu eru merkin milli Kjaransstaða og Ketilseyrar í 
Digranestána, en úr henni beint uppí stein á Löngulágar holtinu, þaðan sjónhending uppí 
Grænateig, og svo þaðan í sömu stefnu beint upp í hæstu fjallsbrún. Þessi merki hafa verið það 
við vitum átölulaus frá ómunatíð, eptir því sem gamlir menn hafa frá skýrt, þeir sem á 
Kjaransstöðum hafa búið, og verða þeir, sem lönd eiga til móts við okkur, annaðhvort að 
samþykka merkjaskrá þessa eða þá að sýna óræk skjöl og skilríki fyrir jörðum sínum, því ella 
verður merkjum þessum í engu breytt. 
Gemlufalli, þann 24. dag Aprílmán. 1886. 
Guðrún Jónsdóttir (handsalað) 
Sem eigandi að Dröngum samþykki ég merkjaskrá þessa: 
Guðný Guðmundsdóttir. 
Gísli Jónsson, eigandi að Ketilseyri Þórður Kristjánsson 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 22/6 1887 Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort