Uppskrift
Ísafjarðarsýslu.
Landamerki milli Kirkjubóls og Mosdals eru í Brimnes, milli Kirkjubóls og Þorfinnsstaða eru
merki í Þorfinnsstaðaá upp að Búðarlæk, eptir honum að brúnni og svo eptir veginum heim að
brúnni milli bæjanna.
Milli Kirkjubóls og Tungu eru merki eptir Dalsá fram að Stórubrekku, svo eptir syðri ánni uppá
Skarðsfjall.
Ítök í Kirkjubólslandi eiga Dalshús frá Torfabrekku heim í vörðu á Svartabakka, og frá Garði,
sem liggur fyrir framan Kirkjubóls og Dalshúsatúnin, beint frá Dalsá uppí fjall og að vörðunum
fyrir utan Skáladal, er þær bera hvor í aðra.
Fjörubeit og skipsuppsátur að rjettu hlutfalli við Kirkjuból.
Kirkjubóli, 1. Apríl 1887
Umráðamenn jarða þessara:
Kirkjubóls F. Eiríksson. Þorfinnsstaða Guðm. A. Eiríksson Tungu J. Ólafsson
Mosadals Guðm. Jóhannesson Dalshúsa St. Jónsson
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Þórustöðum 21./6. 1887
Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.