Uppskrift
Jörðin er með öllum fornum ummerkjum og er að dýrleika 8,7 hndr. Hún á land, sem greinir:
Með sjó fram á Skáladalur í Nálarsker, sem er að norðanverðu yzt við Ritinn, og svo með
sjóarsíðu frá þessu og heilt í Hvalsker, sem er undir bjargi því og kennt er við jörð þessa, liggur
milli Sæbóls og nefndrar jarðar, þaðan beina sjónhendingu uppá hátind á bjarginu, og það eptir
fjallbrún fyrir Mannadal og útí Ritaskörð, aptur þaðan útá Rit og svo norðureptir á hátind á
Ritnum, þar niður til sjóar á áðurnefnt Nálarsker. Land allt á jörð þessi innan þessara tilvitnuðu
takmarka.
Þess ber að gæta, að engin ítök fylgja landi þessu og enginn á þar ítök.
Þessu til staðfestu skrifa eigendur nöfn sín undir.
Steinólfsstöðum, 21. Apríl 1887.
Borgar Jónsson Þverdal. Magnús Finnbjarnarson Sæbóli Hermann Sigurðsson Læk
Árni Sigurðsson Þverdal Finnbogi Finnbjarnarson Sæbóli
Herborg Sakaríasdóttir Stakkadal G. Sigurðsson umboðsmaður fyrir Hólshrepp
Næstu eigendur og ábúendur Sæbóls:
Finnbogi Finnbjarnarson Magnús Finnbjarnarson
Guðm. H. Finnbajarnarson Sigfús Finnbjarnarson
Benedikt Jónsson Hermann Sigurðsson.
G. Sigurðsson
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Sléttu 14./6. 1887 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.