Sæból í Aðalvík í Sléttuhrepp
Nr. 58,
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
dýrleika eptir nýju mati 13,2 hndr. með sínum gömlu landamerkjum, sem greinir: Sæbólsland aðskilur frá Skáladalslandi við sjóinn Hvalsker það, sem nefnt er, undir Skáladalsbjargi, þaðan í Sæbólssker, þaðan með sjó fram að Selastellum, svo aptur frá Sigmundarlæk yfir í Staðará, sem dregur nafn af því, að á þessi rennur fram úr Staðarvatni og heilt til sjóar og aðskilur Sæbólsland frá Þverdalslandi, og eru slægjulönd beggja jarðanna hversvegar við. Sæból á land allt frá fyrnefndri á yfir í Sigmundarlæk, og það heilt fram í Grjóthóla og í hólma, sem er í ánni neðanhalt við og þar í stein hinsvegar í árbakkanum, svo neðan eptir greindum holtum þessum upp Stúfhjalla og í gil, sem er í fjallbrúninni neðan til við Lækjarland og eptir þeirri fjallbrú að Garðarhorni, sem nefnt er, þaðan niður fjallið og yfir hólana undir þessu fjalli og í Hrútslæk, sem að skilur slægjuland Sæbóls og Garðar vestan fram við Sigmundarlæk, og rennur Hrútslækur í þennan læk, og á Sæból slægjuland fyrir framan hann, en Garðar fyrir heiman, og er gamalt örnefni þar meðfylgjandi, sem Gíslastaðir eru nefndir og fylgja þessu Sæbólslandi að framanverðu. Ennfremur verður að geta, að Sæból á land frá Traðará, sem rennur niður með Sæbólstúninu að framanverðu og uppi er merki milli bæjanna og er þar nefnd Andraveita, sem aðskilur, og sniðhalt neðan uppí túngarð gamlan, utan til við Garðartúnið, það neðan eptir merkjum upp Ásahlíðina framan til uppá ása, það neðan á leiðina, sem nefnd er, á fjallinu og út eptir fjallinu á áður nefndan tind og beint niður bjargið á hið fyrnefnda Hvalsker. Landi þessu fylgja engin ítök. Sæbóli, 24. Febrúar 1887. Næstu eigendur: Jósef Gíslason María Benóníson Judit Bjarnadóttir Eigendur: Guðm. H. Finnbjarnarson P. Sigurðsson Hermann Sigurðsson Sigfús Finnbjarnarson Magnús Finnbjarnarson Finnbogi Finnbjarnarson Benedikt Jónsson [á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Sléttu 14/6. 1887 Sk. Thoroddsen. Borgun: Þingl. 0,75 Bókun. 0,25 1,00 – ein króna – Borgað Sk. Th.