Uppskrift
Jörð þessi er eign Holtskirkju í Ønundarfirði, að dýrleika að fornu mati 4 hndr. og heldur öllum
sínum gömlu landamerkjum og örnefnum. Merki milli Hlöðuvíkur og nefndrar jarðar er
Hvalsker í sjó fram og uppí Litlakamb, sem er utanhalt við Álfsfell, og uppá hátind og eptir
fjallsbrúnum í Kjaransvíkurskarð, og svo norður eptir fjallsbrúnum vestan fram við víkina heilt
á Kjalaranúp, þar niður til sjóar í Selvog. Land allt á ofannefnd jörð innan þessara takmarka.
Með sjó fram á hún frá Selvogi inní áður nefnt Hvalsker.
Engin ítök fylgja landi þessu.
Grunnavíkurkirkja á ½ reka á nefndri jörð. Enn fremur er sagt, að Snæfjallakirkja eigi reka á
Kjaransvíkurhlíð á teigi þeim, er svo er nefndur inn á milli Kamba.
Til staðfestu skrifum við nöfn okkar undir.
Steinólfsstöðum, 12. Júní 1887
G. Sigurðsson umboðsmaður.
Stað í Grunnavík 12. Júní 1887
Pétur M. Þorsteinsson
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Sléttu 14/6 1887 Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.