Blámýrar í Ögurhreppi

Nr. 56,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Jörðin Blámýrar í Øgurhreppi í Ísafjarðarsýslu á land frá svokölluðum Landamerkjalæk, sem 
rennur ofan Laugabólshlíð og í Laugardalsvatn og vörðu á brúninni beina línu uppaf læknum; 
hann er landamerki milli Laugabóls og Blámýra – og ofan að Lynghól, sem er nokkru fyrir 
framan svokallaða Söðla, og sem er miðaður úr Skriðu beint upp af Lynghól og í krókinn á 
Laugardalsá; hann er landamerki milli Strandselja og Blámýra. 
Øgri, 26. Maí 1887 
Jakob Rósinkarsson eigandi að Strandseljum 
Baldvin Jónsson eigandi að 1 hndr. 80ál 
í Laugabóli 
Jóhann Pálsson eigandi að 9 hndr. í Laugabóli 
Andrés Jóhannesson sem ábúandi Blámýra 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Øgri 10/6. 1887 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þinglestur: 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort