Uppskrift
Að sunnanverðu innsta klettaborgin í Digranesi, þaðan beina sjónhending í merkjavörðu á svo
nefndum Gerðahöggum, þá fram hæstu Gerðabrún í merkjavörðu þar; þaðan beina sjónhending
niður fyrir framan Gerðar í Stóra-Grástein og Hjarðardalsá; þá Hjarðardalsá fram fyrir
Þernuvíkur selróur þar vestur, eins og merkjavörður vísa, sem önnur er á háu holti, en hin þar
sem fjallið er hæst á Eiríksstaðabrún; þaðan út háfjall, eins og vötnum hallar á báða vegi á
Breiðfirðinganeshögg, og þar niður hæstu höggin í miðjan Grænavog við sjóinn í innaverðri
Breiðfirðinganestá.
Í Þernuvíkurlandi hefir Øgurkirkja rekarétt til 1/8 úr hval og Látra-búendur beit í Digranesi.
p.t. Þernuvík, 4. September 1885
Gunnar Halldórsson Guðm. Guðmundsson
Guðm. Pálsson
eigendur Þernuvíkur.
Þessa lýsing samþykkjum við, sem eigum land á móti.
Ásgeir Kristjánsson Látrum Helgi Einarsson Látrum
Sigurður Halldórsson Bjarnastöðum eigandi að Hagakoti
Jón Sigurðsson Látrum Bjarni Einarsson handsalað
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Øgri 10. Júní 1887 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.