Birnustaðir við Dýrafjörð í Mýrahreppi

Nr. 51,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðunni Birnustöðum norðan fram við Dýrafjörð í Vestur Ísafjarðarsýslu eru 
þannig: Að utanverðu milli Birnustaða og Skaga er svo kallað Seljagil og bein sjónhending í 
fjallsbrún upp og að innanverðu milli Arnarnes og Birnustaða er ytri Vogakambur og bein 
sjónhending í fjall upp. 
Þessu til staðfestu eru nöfn okkar. 
Mýrum, 7. dag Júlím. 1886. 
Guðný Guðmundsdóttir Guðrún Jónsdóttir 
Halldóra Þórarinsdóttir Gils Þórarinsson 
Guðbrandur Jónsson. Gísli Torfason Búi Jónsson 
eigendur að Arnarnesi á Skaga. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Mýrum 7./7. 1886. Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk.Th.
Kort