Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Gemlufalls í Mýrahreppi eru þau, sem nú greinir: Að utanverðu ræður
Gemlufallsá fram Gemlufallsdal fram að Litladalsá, og eptir það ræður sú á til fjalls. Að innan
á Gemlufall að svo nefndum Grafandislæk, sem ræður merkjum frá fjalli til fjöru.
Brekku í Dýrafirði, 27. Júní 1885
Jens Guðmundsson eigandi að ¾ af Gemlufalli
Kristiana Guðmundsdóttir eigandi að fjórða parti
Guðrún Jónsdóttir eigandi að Lækjarósi og Mýrum að framanverðu.
Eigendur Neðri-Hjarðardals eru þessir, sem eiga land að Grafandislæk:
Sveinn Guðmundsson Sveinn Jónsson
Þuríður Guðmundsdóttir Hermann Jónsson
Guðmundur Guðmundsson
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Mýrum 7./7. 1887 Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk.Th.