Uppskrift
Það gjörist hérmeð kunnugt öllum þeim, sem þetta bréf sjá eða heyra, að landamerki jarðarinnar
Fremri-Hjarðardals í Mýra-þinghá í Dýrafirði eru, eptir því sem menn vita réttast og eptir því
sem ábúendur nefndrar jarðar notað hafa átölulaust frá ómunatíð: að neðanverðu lækur, sem
greint er frá landamerkjabréfi Neðri-Hjarðardals, að framanverðu Skolladalsá, sem fellur úr
litlu dalverpi uppi í fjallinu og heitir Skolladalur, í á, er rennur eptir endilöngum dalnum. Milli
þessara merkja ráða fjöll uppi, en langáin niðri.
Auk þessa á jörðin að jöfnu hlutfalli við Neðri-Hjarðardal eptir dýrleika beggja jarðanna
dal þann, sem liggur frá Skolladasá frameptir, eptir því sem fjöll segja uppi, en langáin niðri
ekki allt til Fremra-Fannargils og það frá báðum megin árinnar fram á fjöll að frá skildi
slægjulandi í svo kölluðum Engilágum.
Þessu til staðfestu eru undirrituð nöfn okkar.
Hjarðardal, 13. Júní 1886
Guðrún Guðmundsdóttir B. Oddson
Guðmundur Þórarinsson
Þuríður Guðmundsdóttir. Hermann Jónsson
Sveinn Þorsteinn Jónsson.
Eigendur Neðri-Hjarðardals.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Mýrum 7./7. 1886.
Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk.Th.