Uppskrift
Øllum þeim mönnum, er þetta bréf sjá eður heyra, kunngjörist hérmeð, að þessi eru landamerki
jarðarinnar Neðri-Hjarðardals í Mýra-þinghá í Dýrafirði: Að utanverðu milli Gemlufalls og
Hjarðardals eru merkin í svonefndan Grafaldalæk, eins og hann rennur frá fjalli til fjöru. Að
innanverðu milli Höfða og Hjarðardals ræður Hjarðardalsá allt neðan frá sjó og fram að fremra
Fannargili; þar fyrir framan á Hjarðardalur dalinn allan beggja megin árinnar. – En milli
Fremri- og Neðri-Hjarðardals eru merkin þannig rituð í landamerkjabréfi frá 1461, að „Fremri-
Hjarðardalur á land milli Skolladalsár og Hjarðardalslækjar“, sá lækur er núnefndur Marklækur
og sprettur upp undan ytri hryggnum, og rennur þaðan ofan í ána utan til við ytri hrygginn. –
Báðar jarðirnar hafa sambeit á dalnum allstaðar þar sem ekki er slægjuland, en lyngrif eða
hrísrif má hvorugur ábúandinn – Fremri- eða Neðri-Hjarðardals – brúka fyrir framan
Skolladalsá, nema eptir tiltölu að ábúðarhundraðatölu, eptir því sem hver setur á. En ef við,
sem nú lifum, eða aðrir leyfum frekara en hér er ákveðið, þá breytir það í engu þeim réttu
landamerkjum, sem hér að framan eru rituð.
Neðri-Hjarðardal, þann 24. Apríl 1886.
Þuríður Guðmundsdóttir (handsalað) Sveinn Jónsson (handsalað)
Guðmundur Guðmundsson (handsalað) Sveinn Guðmundsson (handsalað)
Hermann Jónsson (handsalað)
Sem eigendur að Gemlufalli erum við samþykk:
Kristjana Þorsteinsdóttir Jens Guðmundsson
Sem eigendur að Höfða samþykkjum við skrá þessa.
Jens Guðmundsson. Benedikt Oddsson
Guðrún Guðmundsdóttir. Guðmundur Þórarinsson
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Mýrum 7./7. 1886. Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk.Th.