Hólar í Meðaldalsþinghá

Nr. 45,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Øllum mönnum, er þetta bréf sjá eða heyra, kunngjörist hérmeð, að eptir því sem gamlir og 
gagnkunnugir menn hafa frá skýrt, þá eru þessi landamerki jarðarinnar Hóla í Meðaldalsþinghá: 
Að utan Ytri-Þussaskálarönd beina stefnu niður í Litla-Gildrunes, að innan Sandaá, að framan 
Illagil beina stefnu í Kirkjubólsá. 
Innan þessara takmarka eiga Hólar land allt frá efstu fjallsbrúnum til fjöru. 
Hólum, 1. Julí 1886. 
Þorvaldur Ingimundarson 
Sem eigendur að jörðunum Meðaldal og Kirkjubóli höfum vér ekkert að merkjaskrá þessari að 
finna. 
Guðmundur Guðbrandsson Eggert Magnússon 
Sigríður Benóíardóttir Kári Bjarnason 
Mótmælt af síra Kristinn Daníelssymi fyrir hönd kirkjujarðarinnar Sanda. 
d.n.s. 
Skuli Thorddsen (L. S.) 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 6/7. 1887 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort