Hraun í Keldudal og Saurar í Meðaldalsþinghá

Nr. 44,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Meðaldalsþinghá í Ísafjarðarsýslu. 
Øllum þeim mönnum sem þetta bréf sjá eða heyra, kunngjörist hérmeð, að þessi eru landamerki 
Hrauns í Keldudal: Að utanverðu eru merkin í vatnsbunu á, er fellur fram úr berginu innan til 
í ófærunefinu á ytri Hlíð og þaðan beina sjónhending á brún upp, en hið innra milli Hrauns og 
Skálarár eru merkin í Sporstein, þaðan í Oddnýjartópt, en úr henni sjónhending í 
Hundshornsgjótu. Milli Arnarnúps og Hrauns skiptir áin landi jarðanna með þeirri athugasemd, 
að hóll sá, sem húsin standa á, innan til við árkjaptinn niðri við sjóinn hefir fyrir nokkrum tíma 
verið fyrir utan ána og þannig legið í Hrauns landi, og tilheyrir því Hrauns landi enn Hóll þessi 
er enn í dag kallaður „Hólmi“. – Kirkjan í Hrauni á skóg á Kleifum í Dýrafirði og reka hálfan 
í Keflavík. 
Þessi eru landamerki á Saurum; Að utanverðu milli Saura og Skálarár skilur Svarðarholt 
og þaðan sjónhending í merkisstein í Hvylftarbrekkum, en þaðan beina sjónhending á fjallsbrún 
upp. Þaðan liggur land jarðarinnar fram eptir dalnum, svo sem áin ræður, og beina sjónhending 
í Hálfdánargjá. Hinar svonefndu Staðareyrar, sem eru nú Arnarnúpsmegin við ána, hafa verið 
í Sauralandi, eins og glöggur og gamall árfarvegur sýnir. Þær eyrar hafa á seinni tímum legið 
undir Hraun, og eiga að fylgja þeirri jörð hér eptir. 
Hrauni í Keldudal þann 20. Maí 1886 
B. Bjarnason sem meðeigandi Hrauns og eigandi Skálarár Aðalsteinn Pálsson 
Rósinkranz Kjartansson. 
Sem eigendur að Arnarnúpi höfum við ekkert út á merkjaskrá þess að setja. 
Guðmundur Guðmundsson. Gísli Oddsson 
Guðmundur Eggertsson 
Sem eigandi að Höfn hefi ég ekkert út á merkjaskrá þessa að setja. 
Jón Ólafsson. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 6./7. 1886 Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort