Uppskrift
Øllum þeim mönnum, sem þetta bréf sjá eða heyra, kunngjörist hérmeð, að eptir því sem elztu
menn kunnugir hafa frá skýrt, þá eru þessi landamerki jarðarinnar Hofs í Dýrafirði í
Meðaldalsþinghá: Að framanverðu milli Hofs og Kirkjubóls eru merkin í Göngudalsá, en milli
Hofs og Múla eru merkin af öllum sögð úr fremra Bakkahorni, þar sem það er hæst, og ofan í
Gulukeldu á ennum, en úr Keldunni á að vera sjónhending yfir mýrina og beint í
Grenihjallagils-kjaptinn niðri við ána, sem er Kirkjubólsmegin, og eru þá merkin í beinni línu
undan hæsta fjallinu og ofan í á. Um þessi merki hefir verið nokkur vafi nú á síðustu árum, en
eptir sögn trúverðugra gamalla manna, þá eru þetta sögð hin gömlu merki. Þeim sem eiga lönd
sín móts við þessa eignarjörð mína, gefst því kostur á að mótmæla þessari merkjaskrá og sýna
rök fyr[ir] mótmælum sínum, eða að öðrum kosti samþykkja þessi landamerki.
Mýrum í Dýrafirði, þ. 25. Martsm. 1886.
Guðný Guðmundsdóttir.
Sem eigendur að Kirkjubóli höfum við ekkert hér útá að setja.
Kári Bjarnason (handsalað) Eggert Magnússon
Fyrir kirkjujörðina Múla er jeg framanritaðri merkjaskrá með öllu samþykkur.
Kristinn Danielsson prestur að Söndum.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 6./7. 1886 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun 0,25
1,00 – ein krona –
Borgað Sk. Th.