Haukadalur í Dýrafirði í Meðaldalsþinghá

Nr. 42,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Øllum mönnum, er þetta bréf sjá eður heyra, kunngjörist hérmeð, að eptir því sem gamlir og 
gagnkunnugir menn hafa frá skýrt, eru eptirfylgjandi landamerki jarðarinnar Haukadals í 
Meðaldalsþinghá: Að utanverðu frá Fellsrönd niður eptir Ytri-Merkishrygg um svokallað 
Tóuhús í Sveinseyrarármynni. Að innan ræður Merkishryggur beint í sjó niður í nes það, er 
liggur utanvert við Helluvík. Innan þessara takmarka á Haukadalur land allt milli fjalls og fjöru 
fram í fremstu daladrög. 
Haukadal, 3. Júlí 1886. 
Eggert Magnússon. Ólafur Jónsson. Jón Ólafsson. Jón Hákonarson 
Sem eigendur að jörðunum Meðaldal og Sveinseyri höfum vér ekkert á móti þessari 
merkjaskrá 
Sigríður Benóníardóttir. Guðný Halldórsdóttir. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 6/7. 1886. Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort