Uppskrift
Øllum mönnum, er þetta bréf sjá eður heyra, kunngjörist hérmeð, að eptir því sem gamlir og
gagnkunnugir menn hafa frá skýrt, eru eptirfylgjandi landamerki jarðarinnar Haukadals í
Meðaldalsþinghá: Að utanverðu frá Fellsrönd niður eptir Ytri-Merkishrygg um svokallað
Tóuhús í Sveinseyrarármynni. Að innan ræður Merkishryggur beint í sjó niður í nes það, er
liggur utanvert við Helluvík. Innan þessara takmarka á Haukadalur land allt milli fjalls og fjöru
fram í fremstu daladrög.
Haukadal, 3. Júlí 1886.
Eggert Magnússon. Ólafur Jónsson. Jón Ólafsson. Jón Hákonarson
Sem eigendur að jörðunum Meðaldal og Sveinseyri höfum vér ekkert á móti þessari
merkjaskrá
Sigríður Benóníardóttir. Guðný Halldórsdóttir.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Meðaldal 6/7. 1886. Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.