Hokinsdalur í Arnarfirði í Auðkúluhreppi

Nr. 41,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki milli jarðarinnar Hokinsdals, liggjandi í Rafnseyrarsókn í Isafjarðarsýslu, og 
jarðarinnar Steinaness, liggjandi í Otrardalssókn í Barðastrandarsýslu, er klettagjóta vestan til 
við Langanesið, sem er svo kölluð Axargjóta, og skilur hún löndin milli fyrnefndra jarða; en ef 
reki af sjó kynni til að falla frá fyr nefndri Axargjótu og útí svokallaðan Geirmóð að 
vestanverðu, þá er samþykkt af undirskrifuðum eigendum, að báðar jarðir fyrnefndar eigi jafnt 
hlutfall úr honum. – Hér staðfestum við með undirskrifuðum nöfnum okkar. 
Eigandi Steinaness: Jóhannes Hjaltason. 
Eigendur Hokinsdals: Þorleifur Jónsson Sigurður Jónsson Jón Jónsson. 
Hokinsdal, 15. Jan. 1885 
Landamerki milli jarðarinnar Hokinsdals og Laugabóls, báðar liggjandi í Rafnseyrarsókn í 
Ísafjarðarsýslu, er klettur innan til við Brimsnesið, sem er svo kallaður Biskupsklettur, og beina 
sjónhendingu uppí klettagjótu, sem þar er beint upp af, og er svokölluð innri Skarðagjóta. – 
Hér til staðfestu undirskrifum við okkur eigendur. 
Hokinsdal, 18. Marz 1886. 
Eigendur Laugabóls: Bjarni Bjarnason Elías Jónsson Friðrik Jónsson 
Eigendur Hokinsdals: Þorleifur Jónsson Sigurður Jónsson Jón Jónsson 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Auðkúlu 5./7. 1886. Sk. Thoroddsen
Kort