Brekka í Dýrafirði í Meðaldalsþinghá

Nr. 47,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Brekku í Þingeyrarhreppi eru þau, er nú greinir: Milli Granda og 
Brekku eru merkin milli veitupartanna í Þúfu, er stendur á eyrinni fyrir framan Grandakvína 
og úr henni upp og út á snið fyrir neðan alla brekkuna allt út í Reiðlág. Úr láginni eru merkin 
út eptir Árdala-brúnum allt út að svonefndum Granagarði, og ræður þá stefna hans upp á brún, 
þangað er Brekka á land til móts við Hvammsland En þar eð Grænigarður getur innan skamms 
horfið með öllu, þá mun eg láta reisa vörður, er framvegis skulu sýna merkin. Að framan á 
Brekka Brekkudal allan niður að Grásteini sunnanvert og neðanvert á dalnum, og úr honum 
sjónhending í Grandahorn hæst. 
Brekka á skógarítak í svonefndum Brekkuteig í Botnslandi. 
Brekku í Dýrafirði, 6. Júlí 1886. 
Jens Guðmundsson. 
Þessari landamerkjaskrá er ég samþykkur 
Kristinn Daníelsson prestur að Söndum 
Jón Ólafsson 
Kristján Jónsson 
Kristján Jónsson 
Kristján Einarsson 
Einar Magnússon 
[á spássíu] Þinglýst að manntalsþingi að Meðaldal 6./7. 1886. Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort