Reykjarfjörður í Reykjarfjarðarhreppi

Nr. 39,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
tilkvöddum hlutaðeigendum í Ágústmánuði 1885. 
Að norðanverðu Laufskálaeyri, þaðan í Vörðuteigavörðu, þá í vörðu á háhálsi, þaðan beina 
sjónhending í Norðurborgarhöfuð, þaðan fram eptir hæstu hálsbrún, eins og vötnum hallar á 
báða vegu fram hálsinn sjónhending eptir vörðum í Þúfnaskörðum, þaðan eptir brúninni um 
Strokuhnúka fram í Gufudalsmúla, eptir honum sem vötnum hallar fyrir Vestara-Torfaskarð, 
þá eptir Torfahrygg fyrir dalbotninn í Austara-Torfaskarðs-vörðu, sjónhending frá henni í 
merkjavörðu fram og niður af Brúnklukkutjörn við Torfalækinn, hann ofan í Vatnshlíðarvatn, 
þá áin úr Vatnshlíðarvatni í Svansvíkurvatn, þaðan áin ofan í Reykjarfjarðarhorn, þá Reykjanes 
allt frá garðinum, sem liggur yfir nesið næstur fyrir utan Skipavíkur útí Reykjanestanga. 
Kr. Kristjánsson fyrir hönd móður minnar, eiganda að hálfum Reykjarfirði 
St. P Stephensen (pr. í Vatnsf.) 
Fyrir hönd Gísla Bjarnasonar í Ármúla: G. Halldórsson 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjarfirði 8./6. 1886. Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort