Uppskrift
Ísafjarðarsýslu.
Hérmeð lýsum vér undirskrifaðir landamerkjum á ofan nefndri jörðu:
1, Að utanverðu í svokallaða Hundaþúfu, sem er á ytri enda á svonefndum Gufudalsmúla, og
beina línu í Smalaskála, og úr Smalaskála beina línu í Fremri Grjóthól, svo úr Grjóthól í
svonefndan Heiðarlæk, er rennur í Selvatn, úr Selvatni eptir því sem Karlmannaá vísar til sjóar.
2, Að ofanverðu úr fyrnefndri Hundaþúfu, beina línu fram í ytri enda á svonefndu Langavatni,
úr ytri enda á Langavatni í svonefndar Álptaborgir, þær hæstu sem halli vísar frá á báða vegi.
3, Að framanverðu úr fyrnefndum Álptaborgum og beina línu í fremri enda á svonefndu
Skeiðárvatni, og úr Skeiðárvatni eptir því sem Skeiðá vísar til sjóar.
Runólfur Jónsson Eyrar eigandi Hjalti Sveinsson meðeigandi í Hörgshlíð
Guðmundur Bárðarson St. P. Stephensen Vatnsf. pr.
Þórarinn Þórarinsson og Guðm. Bjarnason meðeigendur Hörgshlíðar
Þórður Bjarnason
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjarfirði 8./6. 1886. Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.