Uppskrift
Að norðanverðu frá sjó Raptalág og frá henni sem vötnum hallar á báða vegi fram eptir
Botnsfjalli uppí Glámujökul, svo fyrir öll daladrög suður fyrir Bessadal, þaðan fyrir sunnan
Bessadal, sem vötnum hallar á báða vegi, eptir fjallinu úteptir að Hvannagljúfragili og eptir því
í Bessadalsá og hún til sjávar.
Botni, 20. Nóvember 1885.
Guðm. Bjarnason og Níels Jónsson eigendur að Botni.
Þórður Bjarnason meðeigandi Kleifakots Sæmundur Gíslason meðeigandi Galtarhryggs.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjarfirði 8./6. 1886. Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.