Skálavík í Reykjarfjarðarhreppi

Nr. 34,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Að sunnanverðu landamerkjalækur upp á brún, þaðan Skálavíkurslakki í vörðu austanvert við 
Haugamýri, þaðan úr holtröndina og eptir þúfnarima milli Staravatns og þaðan beina 
sjónhending í stóran stein á hæsta Staravatnshálsi, og frá honum beint í Hvassahnúk 
norðaustanvert við Marhnútavatn og þaðan út Eystri-Merkjalágarbakka, einsog merkjasteinar 
vísa, í merkjavörðu við veginn á há-Vatnsfjarðarhálsi, þá út holtarendur í vörðu við 
Gönguveginn, þaðan út beint í Löngu-Lág með tjörnum og hún út vestanvert við háháls og ofan 
á Grenhjalla, svo út hann að Svínahjallakleif í Svínahjallavörðu, og þaðan beint í 
Svínahjallahöfuð og Selvíkurlæk og hann til sjávar. 
St. P. Stephensen Gunnar Halldórsson Skálavík 
Skálavík, 24. Maí 1886. 
Guðmundur Bárðarson eigandi Keldu. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþin[gi] að Reykjar5firði 8./6. 188[6] Sk. Thorodds[en] 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort