Uppskrift
Milli Strandselja og Garðstaða skilur Tröllkonulækur frá sjó til fyrstu upptaka hans og þaðan
eru merkin bein lína til efstu fjallsbrúna. Milli Strandselja og Blámýra skilur [L]ynghóll og
þaðan beint upp í urðir í hlíðinni, og úr þeim sjónhending í krók, sem er á Laugardalsá; síðan
skilur áin til fjöru.
Øgri, 24. September 1884.
Jakob Rósinkarsson (eigandi Strandselja og Garðsstaða)
Andrés Jóhannesson fullmektugur eiganda Bálmýra.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Øgri 7/6 1886. S. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.