Uppskrift
Anno 1749 þann 23. Augusti visiteruð kirkjan að Øgri. Hún á í föstu Strandsel 12 hndr., Skarð
8 hndr., Smiðjuvík á Ströndum í eyði. Þetta í ítökum: fjórða hvern sel í Þernuvík og fjórða
hvern sel á Látrum, tollfrí skip í Hnífsdal fyrir áttæring og þaðan af minna, tvö tollver í Óshlíð
fyrir tvö sexæringsskip, af hverjum kirkjan beheldur nú öðru, en annað er leyst fyrir 10 [rixdlr
]
Geldnauta afrétt í Fjalleyjar í Skötufjörð svo mörgum nautum, er sá á, er kirkju heldur. Í fríðu
á hún 24 kúgildi, eptir hver prestinum uppber hálfar leigur árlega Bréf kirkjunnar - - - - - - - - -
- - - - - - - - -
Þessu til merkis eru vor undirskrifuð nöfn
Datum ut supra
Ólafur Gíslason. Erlendur Ólafsson
Guðmundur Eiríksson Eyjólfur Teitsson
Réttan útdrátt úr kirkjubók Øgurkirkju staðfestir
Sigurður Stefánsson (sóknarprestur).
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Øgri 7/6 1886 Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók. 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.
Þinglýst á manntalsþingi [a]ð Hnífsdal 15/5 1888. Sk. Thoroddsen.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.