Fremri-Hnífsdalur í Eyrarhreppi

Nr. 21,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
að f.m. (Samkvæmt lögum 17. Marz 1882). 
Landareign hennar er frá Marksgili niður úr Lambaskál miðri og niður í merkjaskurð beint 
niður í á að norðanverðu árinnar, og svo dalinn fram á fremstu fjallabrúnir niður að Merkjalæk, 
er liggur niður úr Þórishnúk að vestanverðu heilt niður í Hnífsdalsá. 
Fremri Hnífsdal, 26. Maí 1886 
Eigendur: Guðmundur Pálsson og Kristján Kjartansson 
Þorvarður Sigurðsson, eigandi Bakka 
Halldór Jónsson, eigandi Hrauns 
Kristjana Kjartansdóttir, eigandi Neðri Hnífsdals 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Hnífsdal 29./5. 1886 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort