Bakki í Hnífsdal í Eyrarhreppi

Nr. 20,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðina Bakka í Hnífsdal, sem er að dýrleika 6 hndr. að fornu mati: Milli 
Bakka og Fremri Hnífsdals er svokallaður Merkjalækur, en milli Bakka og Neðri Hnífsdals er 
áin til sjávar, en að innan eða sunnarverðu er Bakka-röndin að ofan, en að neðanverðu er gamall 
merkjagarður. 
Í Bakka-landi á jörðin Búð í Hnífsdal slægjupart, er nefnist Lambhagapartur. 
Eigandi: Þorvarður Sigurðsson 
Kristjana Kjartansdóttir, eigandi Neðri Hnífsdals. 
Halldór Jónsson, eigandi Hrauns. 
Guðmundur Pálsson, eigandi Fremri Hnífsdals 
Kristján Kjartansson Sigríður Øssursdóttir eigendur að Búð 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Hnífsdal 29./5. 1886. Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bók. 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort