Gil í Bolungarvík í Hólshreppi

Nr. 19,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki milli Gils og Óss eru: Núp[s]kambur að ofan og merkisgarður að neðan framan til 
við Seljaholt; milli Gils og Hanhóls: Surtarbrandsá að ofan, en Gilsá að neðan, nema 
svokallaður Gilsoddi að Pirrapytt fylgir Gili eins og verið hefir. 
Gjört að Gili í Septembermánuði 1885 
Eigandi Gils: Ólafur Gissursson 
Eigendur Óss: 
Fyrir hönd Guðnýjar Guðmundsdóttur: Ólafur Gissursson 
Fyrir hönd Guðmundar Sturlusonar og sameiganda hans: Grímur Jónsson 
Eigendur Hanhóls: 
Fyrir hönd Sigríðar Bjarnadóttur Ólafur Gissursson 
Bárður Jónsson 
Jóhann Bjarnason 
Jóhann Jóhannsson 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Hóli 28/5 1886. Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort