Uppskrift
Hér með kunngjörast landamerki jarðarinnar Arnardals neðri:
1, Milli Súðavíkur og Arnardals er svo kallaður Brúðarhamar (klettur, sem liggur í sjó fram) í
Súðavík innan til við svo kallað Bjarg í fjallsbrún.
2, Milli Arnardals efri og Arnardals neðri er steinn stór við ána (Arnardalsá), sem kallast Murti,
og er fremur Arnardals megin við ána fram á móti svo kölluðum Dýrahrygg. Þessi merki ná
þar þvert upp og að svo kölluðum Brúnagötum uppi á brúnabörðunum þar langt fram göturnar
og eptir svo kölluðum Langahjalla fram í dalbotn (eða svokallaða Skák), og að neðanverðu er
svokallaður Langihryggur landamerki milli téðra jarða, og á neðri Arnardalur að Langahrygg
fremur Arnardalsmegin við ána.
3, Milli Kirkjubóls og Arnardals neðri er merki svokallaður Stóri-Bás (innsti kletturinn af
Stóru-Básum á Kirkjubólshlíð, og þar þvert upp í fjallsbrún.
Arnardal, 12. Júlí 1884.
Katarínus Sæmundsson Hjalti Sveinsson Súðavík
Jón Sigurðsson Jón Sæmundsson
Jón Halldórsson Kirkjubóli Guðjón Jónsson
Vér áður taldir vonum eptir, að þeir, er eiga land að okkar landi, hjálpi til að klöppuð verði
nöfn á, þar sem steinar eru landamerki.
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi í Hnífsdal 8/6 1885 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók: 0,25
1,00 [–] ein króna –
Borgað Sk. Th.