Uppskrift
Sturla Ólafsson, bóndi á Krossadal í Tálknafjarðarhreppi, eigandi ofannefndrar jarðar að
helmingi, Kristján Jónsson, óðalsbóndi á Sellátrum að 1/4 og Magnús Kristjánsson vinnumaður
s.st. að 1/4
Gjöra kunnugt: að landamerki milli Rauðstaða og hjáliggjandi jarða, sem er Hjallkárseyri að
utanverðu og Borg að innanverðu, eru þessi:
a, Að utanverðu er svonefnd Grjoteyri, eins og hún vísar til frá sjó, í uppeptir svo nefndu
Grjóteyrargili á fjall upp milli Rauðstaða og Hjallkárseyrar, og
b, Að innanverðu er svo nefnd Hófá eða Hófsá í Rauðstaðafirði eptir miðju vatni hennar, eins
og hún liggur frá sjó á fjall upp milli Rauðstaða og Borgar.
Að því okkur er kunnugt, eiga engar jarðir neitt ítak í Rauðstaðalandi og Rauðstaðir ekki í
neinni annari jörð.
Ofannefndum landamerkjum lýsum við, eptir því sem kunnugast er, eignarskjölum fyrir
jörðunni sem erfð okkar eptir föður og tengdaföður okkar, og hann eptir föður sinn samkvæmt
kaupmálabréfi &c., sem hann hafði fyrir umræddri jörð, staðfestu með konungsúrskurði, dags.
27. Septbr. 1839.
Krossadal og Sellátrum, 29. dag Maím. 1884.
St. Ólafsson. (handsalað) Kr. Oddsson (handsalað) M. Kristjánsson (handsalað)
eigendur jarðarinnar Rauðstaða.
Hinsvegar skrifuðum landamerkjum erum við samþykkir.
Jón Gíslason (eigandi Borgar) Kristján Guðmundsson (eigandi 1/2 Borgar).
Þorsteinn Benediktsson (umboðsmaður Hjallkárseyrar).
[Á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Auðkúlu 1/6 1885 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.