Uppskrift
Landamerki Stapadals í Auðkúluhreppi, kirkjujarðar frá Rafnseyri, eru þessi: Að utan milli
Loðskinnhamra og Stapadals Bjargaá, að innan milli Álptamýrar og Stapadals
Landamerkjasker, þaðan sjónhenda í Tóuhúsholt, og þaðan sjónhenda í hlíð. Til fjalla ræður
vatnahalli merkjum.
Rafnseyri, 20. Júní 1884.
Þorsteinn Benediktsson prestur.
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþing[i] að Auðkúlu 1./6. 1885 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.