Hvammur í Dýrafirði

Nr. 10,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Vér undirritaðir sameignarmenn jarðarinnar Hvamms í Dýrafirði lýsum með þessu voru bréfi 
landamerkjum nefndrar jarðar samkvæmt landamerkjaskrá frá 1508 í tveimur samritum, og eru 
þau þannig: 
„Hvammur á land inn í Svarta-Bakka og það gagnvart á fjall upp, en að utan í garð þann, sem 
gengur úr fjöru gagnvart uppá Sandafell fyrir utan gras, en inn á Þingeyri.“ 
Þetta kunngjörum vér nágrönnum vorum á Þingeyri og Ketilseyri til þess þeir annaðhvort riti 
nöfn sín undir eða mótmæli nú þegar, því seinna verður það ekki tekið til greina. 
Hvammi í Dýrafirði, 28. dag Júnímán. 1884. 
Kristján Fr. Einarsson (handsalað) Kristján Jónsson 
Einar Magnússon Kristján Jónsson handsalað. 
Ofangreind landamerki samþykkja: 
Magnús Halldórsson. Jens Guðmundsson 
Jón Ólafsson 
Gísli Jónsson Ketilseyri, eigandi, F. R.Wendel. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi í Meðaldal 30./5. 1885 Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk.Th.
Kort