Uppskrift
Landamerki milli jarðarinnar Kirkjubóls og Arnardals neðri eru: Innsti kletturinn í
svokölluðum Stóru-Básum á Kirkjubólshlíð við sjóinn, þaðan uppí stóran stein jarðfastan
spölkorn fyrir ofan þjóðveginn, og síðan beina sjónhending í fjallsbrún.
Í lok Maímánaðar 1884.
Samþykkir jarðeigendur:
Jón Halldórsson Kirkjubóli K. Sæmundsson Arnardal
Landamerki milli jarðanna Kirkjubóls og Fossa eru þessi: Svokallaður Svarti-Bakki við ána,
síðan lækur og dý, þaðan sjónhending beint í fjallsbrún.
Í Júnímánuði 1884.
Samþykkir:
Jón Halldóssson eigandi Kirkjubóls og Fossa.
Landamerki milli jarðanna Kirkjubóls og Engidals eru þessi: Svo nefndur Kuldaklettur í neðri
fjallsbrúninni, þaðan beint ofan í stein, sem stendur á bala niðri í engjunum og þaðan þráðbeint
ofan í ána, er ræður landamerkjum í dalnum.
Í Júnímánuði 1884
Samþykkir:
Sveinn Ólafsson. Jón Halldórsson Kirkjubóli. Guðný Ámundadóttir Engidal
Landamerki milli jarðanna Kirkjubóls og Hafrafells eru: varða fyrir ofan Eldiviðar- eða
Urðagötu svonefnda, sem farin er út og inn með hlíðinni, og þaðan bein stefna ofan í læk þann,
sem rennur í sjóinn skammt frá fjarðarhorninu. Frá nefndri vörðu að ofan bein sjónhending upp
í fjallsbrún.
Í Júnímánuði 1884.
Samþykkir
Jón Halldórsson Kirkjubóli Þorvaldur Jónsson sóknarprestur
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi í Hnífsdal 14/7 1884. C. Fensmark.
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
– ein króna –
Borgað C. F.