Uppskrift
Landamerki milli Seljalands og Tungu eru af undirskrifuðum samþykkt þannig: Um 60 faðma
frá Seljalandstúngarði rennur lítill lækur niður í Langá (það er þvermerki), við upptök hans er
varða, klappað á L.M., upp af henni er stór steinn í múlanum, klappað á L.M. Frá þessum steini
skal ríðandi maður fara eptir brúninni fram að Bunuá, og skal hann alltaf sjá á elzta Tungubæ
(samanber Langa í krókum). Eptir það skiptir Bunuá londum til fjalls.
Seljalandi, 7. Júní 1884
Halldór Halldórsson fyrir hönd M. Jochumssonar, eiganda Seljalands.
Helgi Sölfason, eigandi Tungu.
Jón Jónsson, fyrir hönd Jens Guðmundssonar á Brekku.
Fyrir hönd kirkjunnar: Þorvaldur Jónsson Þorvarður Sigurðsson. Guðmundur Sveinsson.
Landamerki milli Seljalands og Stakkaness eru: Næsti lækur við Grænagarð allt til sjóar, og er
honum sleppir hið svonefnda Merkjagil allt til fjalls.
Ísafirði, 11. Júlí 1884.
Fyrir hönd kirkjunnar: Þorvaldur Jónsson
„ „ M. Jochumssonar H. Halldórsson ábúandi.
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi í Hnífsdal 14/7 1884 C. Fensmark
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun 0,25
– ein króna –
Borgað C. F.