Uppskrift
Landamerki Belgsár í Hálshreppi.
Að norðan ræður Botnagil og úr því Víðilækur, og þaðan beint í Fnjóská sunnan við Þrætubrekku.
Að sunnan ræður miðfarvegur Belgsár
Að vestan Fnjóská
Að austan Fjallið.
Akureyri, 16. Jan. 1883.
Stephán Stephensen
Samþ. ofangreindum landamaerkjum milli Þórðarstaða og Belgsár er ábúandi Þórðarstaða
Jónathan Þorláksson
Samþ. ofangreindum landamerkjum milli Bakkasels og Belgsár er ábúandi Bakkasels
Helgi Davíðsson
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884, án þess að vera mótmælt.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 0,75
Bókun 0,25
Kr. 1,00 – Ein króna – B. Sv.