Hvítanes við Skötufjörð í Ögurhreppi
Nr. 7,
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
1o Markeyri heitir í Skötufirði miðja vega milli Eyrar og Hvítaness; innanverðu á eyri þessari er lítill lækur og forn merkjagarður; sést víða úr fjallsbrún í þennan læk. Þetta hafa verið talin skýlaus merki milli þessara jarða. 2o Geitahvammur heitir í Hestfirði, eptir honum rennur gil úr fjallsbrún í sjó. Hér er gil þetta talið skýlaus landamerki. 3o Á fjalli uppi ræður skálína í sjónhending milli merkja á fjallsbrúninni. Land jarðar þessarar er allt nesið frá þessari línu útúr milli Hests og Skötufjarðar ásamt skerjum og grynningum kringum allt nes þetta. 4o Ítök í landareign þessarar jarðar eiga engir. Þar á móti á þessi jörð að jöfnum pörtum við aðrar jarðir hreppsins tilkall til almenninga hreppsins. Samkvæmt lögum dagsettum 17. Marz 1882, skorast hérmeð á viðkomendur þ.e. umboðsmenn, eigendur og landseta aðliggjandi jarða og landa, að staðfesta landamerkjabréf þetta með nöfnum sínum, ella að öðrum kosti verða þeir að leiða rök að öðrum landamerkjum. Hvítanesi í December 1883. Jakob Rósinkarsson oddviti, umboðsmaður Øgurhrepps almennings, samþykkur. Eigendur: Einar Hálfdánarson Gísli Bjarnason Bjarni Gíslason Sem eigandi og ábúandi á Eyri samþykkur Haraldur Halldórsson Eigendur Eyrar í Skötufirði samþykkir Jens Ólafsson Jón Einarsson Ólafur Jensson. Einar Magnúss. [á spássíu] Þingl. 8/7 84. C. Fensmark Þingl. 0,75 Bókun 0,25 – ein króna – Borgað C. F.