Borg í Skötufirði í Ögurhreppi

Nr. 5,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Jörðin Borg í Øgurhreppi, 7,9 hndr. að dýrleika, á land að austan og norðan í Hvalskurðará frá 
fjöru til fjalls. Að sunnan ráða merkjum: Fjarðará að neðan, en Stóri-Kambur að ofan og að 
vestan Fjarðará og austur í Borgará um miðjar Eyjar. 
Borg, 6. Nóvember 1883. 
Eigendur: D. Eggertsson 
Ari Rósinkarsson 
Samþykkir: 
Fyrir Kleifar: P. Pálsson. 
Fyrir Kálfavík: Margrét Sigurðardóttir 
Magnús Bárðarson fyrir hönd meðerfingja minna 
[Á spássíu] Þingl. 8/7 84. C. Fensmark 
Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
– ein króna – 
Borgað C.F. 
Sjá nýja merkjalýsing ódagsetta, en innk. til þingl. 1/10 1901, innfærð í Veðmb. Ísfjs. F N 257.
Kort