Uppskrift
Landamerki á Uppsölum eru að innanverðu til fjalls og í sjó í læk, sem næst fellur Háu-Kleifum,
að utanverðu í miðjan Grástein, sem stendur í miðjum engjum og vörðu á sjávarbakkanum og
aðra við Urðarfætur. Að framanverðu eða á Grjótdal fram að þremur steinum í röð í hlíðinni
og í vörðu á engjunum í ytri enda á Sortaugnaholti og beint niður í ána.
Uppsölum, 9. Júní 1883.
Ari Guðmundsson
Hér til staðfestu eru okkar nábýlismanna undirrituð nöfn.
Rannveig Ólafsdóttir Kleyfum
Guðmundur Bárðarson Eyri.
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi í Súðavík 11/6 83 C. Fensmark
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun 0,25
– ein króna –
Borgað C. F.