Meiri-Hattardalur í Súðavíkurhreppi

Nr. 1,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Land jarðarinnar liggur austan fram með Álptafirði út að hamri þeim, er liggur fram í sjó utan 
til á miðri Sjötúnahlíð. Hamar þessi er veggmyndaður klettur, sem gengur upp í bakkana og 
fram í sjóinn, svo að ekki verður riðið fyrir framan um flóð, og er enginn slíkur hamar á 
Sjötúnahlíð. Landamerkin eru beina stefnu frá hamrinum upp fjallshlíðina til efstu brúnar. Að 
sunnan frá bænum á jörðin land austan fram með dalnum að á þeirri, sem rennur eptir miðjum 
dalnum og ofan til sjávar milli Hattardalsbæjanna. Þessi aðalá skiptir löndum, þangað til komið 
er töluverðan kipp fram fyrir svo kallaðar Þverár; er þá farið eptir stærstu kvísl árinnar, sem 
rennur undan miðju fjallshorninu, svo kölluðum Bessa. Merki þessi eru aðalmerki jarðarinnar. 
Ítök í þessu landi eru sem hér greinir: 
Bændaeignin Hattardalskot, sem stendur utarlega í túninu. Landamerki þess eru nálægt því 
miðja vega milli bæjanna í svo kallaðri Merkjalág, liggja beint eptir miðri láginni og í réttri 
línu niður til árinnar og upp undir hlíðina. Síðan á Hattardalskotið land út að svo kölluðum 
Landamerkjalæk, sem rennur til sjávar að sunnanverðu við Hellutanga. Þar að auki á það 
slægnablettinn Grænumýri, enn fremur lítilfjörlega smátungu austast á lægri Girðisbrekku 
neðan undir svo köllluðu Langholti, og ennþá einn lítinn blett á lægsta Bandi fyrir framan Þverá 
fram að svörtu þúfu. Allir þessir blettir eru merktir með stórum steinum. Svo á Hattardalskot 
óskipt beitiland og skóg að tiltölu við heimajörðina eptir jarðarhæð. Þessum landamerkjum 
hefir verið þinglesið. 
Hattardal meiri, 8/6 83. 
Þórður Magnússon bóndi. 
Samúel Jónsson, bóndi í Hattardalskoti. 
C. Fensmark 
[á spássíu] Þinglesið á manntalsþingi í Súðavík 11/6 83 C. Fensmark 
Borgun: 
þingl. 0,75 
bókun 0,25 
– ein króna – 
Borgað C.F.
Kort