Kollafoss

Nr. 11771,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landskiptagjörð.
Ár 1958 var hreppstjórinn í Fremri-Torfustaðahreppi, ásamt úttektarmanni hreppsins,
Sigurgeir bónda Jónatanssyni, Skeggjastöðum, staddir á Kollafossi í sama hreppi til þess, eftir
beiðni Helga Valdimarssonar s.st. að framkvæma skipti á landi jarðarinnar Kollafoss í sama
hreppi vegna heimildar nýbýlastjórnar ríkisins honum til handa um stofnun nýbýlis í landi
jarðarinnar Kollafoss. Fyrir hönd nýbýlastjórnar var mættur formaður nýbýlanefndar V-Hún,
Aðalbjörn Benediktsson. Einnig voru mættir Helgi Valdimarsson, gjörðar beiðandi, og
Valdimar Daníelsson, bóndi Kollafossi. Landskiptin fóru fram eins og hér segir: Landamerki á
úrskiptu landi til handa Helga Valdimarssyni úr Kollafosslandi til ræktunar túns takmarkast
með eftirgreindum merkjum
1. Hornrétt lína á vegskurð skammt sunnan Fuglsstapa frá Vesturá að austan og 300 m
vestur fyrir veg, þaðan hornrétt til suðurs 730 m vegalengd, þar vinkilhorn til austurs að
vegskurði skammt sunnan Bjarnhóls. Þá ræður vegskurður til suðurs að næsta
affallsskurði og síðan affallsskurðurinn að Vesturá, og er hún takmörk landsins að austan
norður að áðurgreindri línu til vesturs. Ennfremur skal nefndur Helgi Valdimarsson hafa
heimild til þess að byggja íbúðarhús og gripahús, sem þurfa þykir á svonefndum Bólhól,
sem stendur norðast í túni Kollafoss, og hafa þaðan aðgang að vegi og opna skemmstu
leið úr túni til beitilands.
2. Beitiland skal vera óskipt og ber nýbýli Helga réttur til beitilands að ½ – hálfum hluta.
3. Allur veiðiskapur er óskiptur og ber nýbýlinu réttur til handa ½ hálfum hluta.
4. Ábúandi eða eigandi Kollafoss hefur rétt til túnræktunar í beitilandinu sunnan
landamerkja nýbýlisins skv 1. lið neðan „Brún“, allt til merkja milli Kollafoss og Húks.
5. Virðingarverð landsins skv. framanrituðu undir liðunum 1-3 ákveðst kr 5000,- fimm
þúsund krónur.
Var landskiptagjörðinni svo lokið.
Kollafossi 20. maí 1958
Benedikt H. Líndal.
Sigurgeir Jónatansson.
Aðalbjörn Benediktsson.
Helgi Valdimarsson
Valdimar Daníelsson
Lesið á manntalsþingi að Dalakofa þ. 28/8 1958.
Guðbr. Ísberg.
Móttekið þ. 18/7 1958 til þinglesturs á næsta manntalsþingi.
Vottar. J. Ísberg.
Kort