Uppskrift
var ákveðin í Ágústmánuði 1885 af tilkvöddum hlutaðeigendum.
Að austanverðu Laufskálaeyri, þaðan í Vörðuteigavörðu, þá í vörðu á háhálsi, þaðan bein
sjónhending í Norðurborgarhöfuð, þaðan fram eptir hæstu hálsbrún eins og vötnum hallar á
báða vegu. Að sunnan og vestanverðu Gróa ofan í Þrívörður, þaðan sjónhending yfir stekkinn
í Stekkjarsundi í Þúfnaá, síðan áin, Sveinhúsavatn og Hópið til sjávar.
St. P. Stephensen Steinn Bjarnason
Kr. Kristjánsson fyrir hönd móður minnar, eiganda að hálfum Reykjarfirði.
Kr. Halldórsson.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjafirði 8/6 1886 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bókun: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.