Þúfur í Reykjarfjarðarhreppi

Nr. 26,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
skrásett af tilkvöddum hlutaðeigendum 25. Maí 1886. 
Að sunnanverðu Kistulágarlækur frá Ytra Selvatni, á meðan hann er greinilegur, í vörðu á 
brúninni og þaðan í vörðuna á syðsta Strokuhnjúk. Svo að austanverðu eins og vötnum hallar. 
Norðan hádegisvarða sjónhending í vörðu á svonefndri Mjódd, þaðan sjónhending bein ofan í 
Þúfnaá, sem er landamerki að vestan framan úr Ytra Selvatni. 
St. P. Stephensen. Kr. Kristjánsson 
Kr. Kristjánsson fyrir hönd móður minnar, eiganda að hálfum Reykjarfirði. 
Steinn Bjarnason 
Kr. Halldórsson. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjarfirði 8./6. 1886 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Borgun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort