Uppskrift
tilkvöddum hlutaðeigendum í Ágústmánuði 1885.
Að norðvestanverðu Fjarðarbotnsá úr Reykjarfjarðarbotni í Svansvíkurvatn og
Vatnshlíðarvatn, þá Torfalækur í Merkjavörðu fram og niður af Brúnklukkutjörn, þá lækjarsitra
og sjónhending í merkjavörðu í austara Torfaskarði; þaðan út hæstu Vatnshlíð fyrir ofan
Flókahvamm í vörðu, svo bein sjónhending í vörðuna á Breiðumýri. Á Reykjanesi skiptir
garðurinn, sem liggur yfir nesið mestur fyrir utan Skipavíkur-löndum milli Svansvíkur og
Reykjarfjarðar.
St. P. Stephensen (pr. í Vatnsf)
Kr. Kristjánsson fyrir hönd móður minnar, eiganda að hálfum Reykjarfirði.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Reykjarfirði 8./6. 1886 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók. 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.