Uppskrift
Milli Heydals og Eyrar skilur varða á miðri Heymýri; þaðan í vörðu á lægsta hjalla, svo í vörðu
á fjallsbrún, þaðan til fjalls, svo fram fjall. Milli Heydals og Galtarhryggs skilur Heydalsá frá
sjó og fram eptir í Þverá; þaðan eins og hún vísar til fjalls.
Garðstöðum 4. júní 1889
Jón Einarsson
Runólfur Jónsson
Guðm. Bárðarson
(Eigendur Heydals)
Stephán Stephensen pr. í Vatnsfirði
Sæmundur Gíslason
[Á spássíu] Þinglýst að Reykjarfirði 5. júní 1889.
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.