Uppskrift
samþykkt af viðkomendum.
Að sunnanverðu Heymýrarvarða á sjavarbakka, þaðan sjónhending bein í Fossvörðu á öðrum
Heymýrarhjalla, og eptir sömu stefnu í vörðu á brúninni, sem sést frá sjó. Þá sama stefna í
háfjall. Þaðan út eptir fjallinu, eins og vötnum hallar í báða vegu að upptökum Gljúfrár, og hún
þaðan til sjávar.
Gjört í Ágústmánuði 1885.
St. P. Stephensen. (Vatnsfj. prestur) Helgi Einarsson Ásgeir Kristjánsson
Jón Sigurðsson
Eigendur og ábúendur að Látrum.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi [a]ð Reykjarfirði 8./6. 1886 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
Bók. 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað Sk. Th.