Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Flatnefsstöðum í Þverárhreppi
Að sunnanverðu er merki í klett þann, sem stendur við flæði í miðri Hrafnsvík, og „Hlein“
er kallaður þaðan austur í klett þann, sem kallaður er „Hestur“, þaðan í þúfu, sem er í
mýrinni fyrir norðan ásinn, þaðan í Litlalæk, þar sem hann fellur fram úr brekkunum, fyrir
norðan ásinn. Eru síðan merki um læk þann upp á brú, og sömu línu til austurs gegnt hæstu
Flatnefsstaðafelli, þá norður um fellið til vörðu á Krossanesfellshala, þá til vesturs í vörðu á
norðanverðu Flatnefsstaðafejalli, þaðan sjónhending ofan á brún, þar sem Merkjalækur fellur
fram úr henni; eru síðan merki um hann eptir þeirri stefnu, er hann fellur sem beinast fram
úr brúninni, og þá sömu stefnu beint í vörðu í flóanum við Kálfalæk, ræður hann síðan
merkjum, og það til vörðu við Kálfalækjarós að norðanverðu rjett fyrir ofan malarkamb; frá
þeirri vörðu eru merki þar sem stytzt er til sjávar
Flatnefsstöðum, 2. júní 1886.
Þorlákur S. Guðmundsson eigandi og ábúandi
Jón Þorláksson prestur að Tjörn
Kristmundur Sigurbjartsson, ábúandi í Saurbæ
G. Árnason ábúandi á Krossanesi
Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg 9. júní 1886, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No
59. fol. 31.
vottar
Lárus Blöndal