Í Þjóðskjalasafni Íslands er varðveitt umfangsmikið safn heimilda um jarðir og fasteignir á Íslandi, eignarhald þeirra og verðgildi á ólíkum tímum. Hér eru birtar upplýsingar um landamerki jarða, túnakort, jarðamat og fasteignamat. Einungis hluti af varðveittum skjölum er birtur á vefnum en til stendur að bæta við fleiri heimildum.